Dagarnir líða og ný ríkisstjórn.

Ég held að það sé komin tíma á það að fara að skrifa eitthvað.  Þegar ég fór af stað þá sagði ég að það liði sjálfsagt einhver tími í milli skrifa, en að það myndi skipta mánuðum, það er trúlega full mikið.  En svona er þetta, margt hefur á dagana drifið frá því síðast, raunar svo mikið að það væri að æra óstöðugan að telja það allt upp hérna.  Komin ný ríkisstjórn og allt sem því fylgir, gleði og sárindi.  Mér sýnist að menn taki stjórninni með hæfilegum fyrirvara, stíga varlega til jarðar.  Trúlega eru það skynsamleg viðbrögð.  Er ekki stundum sagt að "hveitibrauðsdagar" nýrrar ríkisstjórnar eigi að vera 100 dagar.  Framundan er sumarþing og þá er ætlunin að afgreiða ýmis velferðar og stjórnskipunarmál.  Það er trúlega nauðsynlegt til þess að því sé lokið fyrir afgreiðslu fjárlaganna í haust.  En ég vona að mínir menn séu ánægðir í þessu nýja bóli og hafi ekkert gefið eftir í samningum við "fylkinguna" en eins og þeir sem mig þekkja, vita þá er hún ekki í neinu uppáhaldi hjá mér.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þórarinsson
Rúnar Þórarinsson

Sauðfjárbóndi, íhaldsmaður og sveitamaður með áhuga á þjóðmálum og sveitastjórnarmálum.

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 178

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband